Virkir morgnar (vika 19)
9.mai til 13.mai 2011.
Mánudagsdrottningin var gleðipinninn Steindi Jr. sem er þræl skrítinn en agalega skemmtilegur.
Það er Evróvísíon æði á Íslandi og við hendum vinningum út á fagmannlegan hátt.
MOR hefur verið starfandi í háa herrans tíð en þau Margrét Eir og Róbert Þórhalls mættu í beina og tóku tvö lög fyrir landann.
Heather Mills og Paul McCartney stóðu í einum ljótasta skilnaði sögunnar og Gunnu Dís fannst Paul gera úlfalda úr mýflugu.
Sigurgeir Sigurvinsson gítarleikari Íslands tók hlustendur Rásar 2 í netta gítarkennslu.
Uppistandarinn Björn Bragi gerir útaf við mann með Á móti sól gamanmáli.
Meistarinn fer í Gallerý Fold og talar við Jökul Snæ Þórðarson.
Valgeir Magnússon sem sumir kalla Valla Sport mætir með blákaldar Evróvísíon staðreyndir.
Krummi Björgvins er alsæll og nývaknaður að tala um pabba sinn í Evróvísíon og hljómsveit sína Legend.
Föstudagsuppgjörið var í höndum Magnúsar Einarssonar raddar skynseminnar og Regínu Óskar raddar Evróvísíon.
Jóhanna Guðrún og Páll Óskar fóru á kostum í Stúdíó 12.
Föstudagsplatan var The Possibillies og sérstakur gestaplötusnúður var Páll Óskar Hjálmtýsson.
Páll Óskar og Guðrún Dís slefa yfir norska laginu Haba Haba sem komst ekki uppúr undankeppni Evróvísíon.
↧
Virkir morgnar
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar (vika 20)
16.mai til 20.mai 2011.Sigríður Beinteinsdóttir mætti í Mánudagsdrottningarviðtalið og talaði um ferilinn, dúkalagningameistaranámið og börnin.
Þriðji þriðjudagur í mánuði er Þemaþriðjudagur og í þetta sinn var þemað strákabönd eða boybands.
Andri gortar sig af því að vera reyklaus og spilar Táningafræðarann frá Tvíhöfða.
Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari með meiru og Valdimar Jóhannsson komu í spjall.
Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi Litli eins og við köllum hann kynnir til leiks þau lög sem keppa í stuðningslagakeppni U-21 landsliðsins.
Andri Freyr drekkur í sig menninguna og fór í Svartan Glugga á Hverfisgötu og spjallaði við Sylvíu Dögg.
Dominic Strass Kahn er svo miklu miklu meira en Flagari.
Katrín Rós Gunnarsdóttir og Sóley Þórisdóttir segja okkur frá styrktartónleikum fyrir Sigrúnu Láru.
Bjartmar mætir með gítarinn og bros á vör og tekur tvö lög í öðru laginu syngja bæði Gunna Dís og Andri .
Gestur Valur Sveinsson og Tóti Sverris segja okkur frá nýjum gamanþætti sem er að hefja göngu sína á RÚV.
Föstudagsuppgjörið var í höndum Magga Einars og Ragnhildar Thorlacius.
Föstudagsplatan var New Jack City og lýðurinn trylltist.
↧
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar (vika 21) 23.mai til 27.mai 2011. Gunna Dís horfði á Ungfrú Ísland um helgina og hafði sitt að segja um keppnina.
Bogi Ágútsson var mánudagsdrottningin í Mánudagsdrottningarviðtalinu. Seyðandi rödd hans dáleiddi þáttastjórnendur Virkra morgna.
Sigurður Ingi Ásgeirsson er áhugamaður um tíma endalokanna og mætti í spjall en heimsendir átti að verða þann 21. maí.
Eagles heimta hitt og þetta þegar þeir mæta á klakann og Gunna Dís á ekki til eitt aukatekið orð, Andri skilur Eagles menn fullkomlega enda gömul rokkstjarna.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að lesa Virkra morgna stef, White Cowbell lögðu til dæmis heilmikið á sig.
Andri bíður eftir pillu sem vinnur á aukakílóunum.
Gleðisveit Lýðveldisins hélt uppi stuðinu í beinni útsendingu.
Andri labbar í vinnuna á hverju morgni og hneykslast á leti Gunnu Dísar.
Hlustendur segja sína skoðun á því hvort loka eigi fyrir bílaumferð á Laugaveginum.
Arnold kallinn er enn milli tannanna á fólki vegna launsonarins.
Besti látbragðsleikari í heimi villist á leiðinni í viðtal og fólk í bílum borðar hor.
Kristján Ingimarsson er bestur í öllu og nú setur hann upp verkið Big Wheel Café.
Frank Mikkelsen og Kristín Soffía takast á um málefni Laugavegsins.
Leikarar frá Leikfélagi Vestmannaeyja taka lagið úr Mamma Mía.
Kjúklingasagan alræmda þar sem Andri segir frá því hvernig hann vann við að flokka skemmdan kjúkling og skemmdari kjúkling sem var sendur á elliheimili og spítala.
Hvað er kynþokkafyllra en góður svitalyktaeyðir.
Frændur okkar frá Færeyjum mættu í spjall og tóku lagið, viðtalið var tekið á færeysku og íslensku.
Hreimur og Vignir mættu og frumfluttu nýtt lag með Vinum Sjonna.
Föstudagsuppgjörið var í höndum raddar skynseminnar Magnúsar Einarssonar og Ásgeirs Kolbeinssonar.
Við tölum um að míga útfyrir og kransakökur.
Föstudagsplatan var með Gylfa Ægissyni í þetta skiptið.
Guðrún Dís tekur tímamótaviðtal við Gumma og Andra sem senda frá sér nýtt lag.
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar (vika 22) 30.mai til 3.júní.
Við tölum um hland og nekt, en ekki hvað.
Smellugasdrottningin og landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran mætti í mánudagsdrottningarviðtalið.
Magdalena Dubik og Védís Vantida mynda dúettinn Galaxies, þær mættu í spjall og gáfu okkur létt tóndæmi af mússík sinni.
Elísabet Karlsdóttir segir okkur frá Söguslammi og segir okkur örsögu í beinni.
Lausnin á öllu er Flóamarkaðurinn.
Björn Thoroddssen og Dagur sem sigraði í Söngvakeppni Framhaldsskólanna tóku lagið í beinni útsendingu þar sem dagur fór á kostum.
Nú liggur fyrir frumvarp sem bannar sölu tóbaks í sjoppum og á veitingastöðum. Við opnuðum fyrir símann og heyrðum hvað þjóðinni finnst um þetta mál, auk þess að spila táningafræðarann.
Björn Thor leikari og dansari mætti í spjall og sagði okkur frá nýju verki þar sem hann gerir allt vitlaust.
Hljómsveitin Heima sem hefur gefið út plötu í Kína mætti til okkar og tók tvö lög, nú bíðum við bara eftir plötu sem þau gefa út hér heima.
Gunna Dís elskar Hemma sinn Gunn og Einn dans við mig er í miklu uppáhaldi.
Hljómsveitirnar Eldberg og Pasual Pinon mættu í Stúdíó 1 og tóku sitthvort lagið en þeir spila saman rafmagnslaust á Norðurpólnum.
Andri fór á stúfana og forvitnaðist um tölur og þá meinum við ekki tölustafi heldur tölur.
Við fórum yfri niðurstöður nýjustu könnunarinnar á fésbókarsíðunni en hún snérist um það sem allir eru að hugsa um, hvort hætta eigi að selja tóbak í sjoppum.
Doktor Gunni og Sumarliði Hvanndal mættu og sögðu okkur frá nýju lagi sem Dr. Gunni samdi fyrir sveitina.
Frímann Gunnarsson heiðraði okkur með nærveru sinni alla leið frá London í Föstudagsuppgjörinu þar sem Gunna Dís og Magnús Einarsson rödd skynseminnar sátu sem fastast í Efstaleitinu.
Rokkararnir í Vintage Caravan mættu í Stúdíó 12.
Föstudagsplatan var alveg geggjuð og var sérstakur gestastjórnandi hennar enginn annar en Doddi litli.
Heiðursmannsamkomulag Heiðursmannanna í Morgunútvarpinu var spilað fyrir Frímann.
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar (vika 23)
6.júní til 10. júní
Farið yfir forsíður blaðanna og velt sér upp úr árangri íslenska landsliðsins.
Ástþór Magnússon gaf kost á sér í Mánudagsdrottningarviðtalið alla leið frá Spáni og fyrir það erum við honum ævinlega þakklát.
Andri skellti sér á dansverk í leikhúsi og var með litla gagnrýni í Virkum morgnum.
Óli Palli mætti og sagði okkur frá erlendu plötu vikunnar og hafði frá ýmsu að segja eins og alltaf.
Við tölum um þegar Gunna Dís var rænd í Chile af ellilífeyrisþegum.
Andri og Ómar Ragnarsson fara yfir forsíður blaðanna.
Andri og Ómar láta gamminn geysa um kvikmyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði.
Farið yfir forsíður blaðanna og talað um hljómsveitina Pin Stribe.
Hundurinn Lubi týndist á Keflavíkurflugvelli en er núna á Alicante með sangríu.
Sigurður Guðmundsson kom og sagði okkur frá Landsmóti UMFÍ 50+.
Andra finnst Gunna Dís ferlega tækniheft og hefur miklar áhyggjur af henni.
Við spyrjum hlustendur okkar á fésbókinni um hvað þeim þyki um sambandsslit Kristrúnar og Sveins Andra.
Þúsund kossar ásamt Gunnu Dís tóku lagið Young boy í beinni.
Söngvari hljómsveitarinnar Steelheart mætti óvænt í Stúdíó 1.
Frægir spreyta sig í útvarpi og Andri er frábær eftirherma.
Partýkrítík frá Gunnu Dís og Steelheart krítí frá Andra.
Steinn Ármann er lang flottastur og Andri leysir vind í beinni.
Músmos er skemmtileg hátíð í Mosfellsbæ, Jói í Álafossi mætti á svæðið ásamt trúbadornum Elínu Ey.
Búðabandið mætti og tók lagið í beinni.
Jón Atli Helgason og Gísli Galdur skipa Human Woman, þeir mættu svellkaldir en afar sveittir í viðtal.
Farið yfir niðurstöður könnunarinnar um sambandsslit Kristrúnar og Sveins Andra.
Hljómsveitin Exist tók lag í beinni.
Föstudagsuppgjörið var stórkostlegt með Magga Einars og Ingólfi Bjarna Sigfússyni.
Vantsrúmin voru alger snilld og það var MC Hammer líka.
Bloodgroup voru órafmagnaðir en þó afar magnaðir í Stúdíó 12.
Föstudagsplatan svíkur engan.
Það er toppurinn að vera í teinóttu og Andri er farinn í frí.
↧
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar (vika 24)
14.júní til 16.júní.
Bubbi Morthens og Gunna Dís hittast sem þáttastjórnendur Virkra morgna og Bubbi talar um photoshop.
Bubba finnst könglulóavefur hreint og tær snilld.
Hugleikur Dagsson hefur glatað öllu sínu og Bubbi biðlar til vina sinna í undirheimunum að skila efninu.
Óður til Ólafs Gauks.
Gulli Byggir mætir í stúdíó með splunkunýja bók um hvernig maður smíðar pall.
Ólafur Páll mætti og talaði um erlendu plötu vikunnar og spjallar við Bubba og Gunnu Dís um heiðarleika og Hrafnhildi.
Enginn vill elska feita stelpu og Bubbi vekur máls á því.
Andri er á flandri og tekur hringinn á húsbílnum.
Íris kom alla leið frá Norðurpólnum og sagði okkur frá starfsseminni.
Ofbeldi á konum, Olla sjoppa og menn með í vörinni.
Gunna Dís biður Bubba um aðstoð því hana langar í Þúsund Kossa, Bubbi gefur Dísinni fimm stjörnur.
Því nú er ballið búið.
Andri er á flandri og hitti fyrir hressa Íra.
Friðrik Dór syngur um að við ætlum að vinna í U-21 og svo er hann að senda frá sér nýtt lag.
Jón Kr talar um Svavar Gests sem hefði orðið 85 ára þann 17.júní.
Föstudagsplatan var tekin þrátt fyrir að það væri fimmtudagur og Óli Palli var sérstakur gestastjórnandi plötunnar.
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar (vika 25)
20.júní til 24.júní.
Það var Ingó Veðurguð sem mætti í Mánudagsdrottningarviðtalið.
Þriðji þriðjudagur í mánuði er þemaþriðjudagur og þemað í dag er sveitaballatónlist sem heyrist ekki á hverjum degi í íslensku útvarpi.
Hugleikur Dagsson kom til okkar og við afhentum honum öll þau gögn sem hann hafði glatað í vikunni á undan þegar öllu var rænt úr íbúðinni hans.
Ingimar söngvari sveitarinnar Jójó í einlægu spjalli frá Bíldudal.
Kannanir vikunnar eru tvær, annars vegar hver er frægasti Vopnfirðingurinn og hinsvegar hvort fólki hafi þótt tandoríbrandarinn hans Helgja Seljan góður.
Birgitta Haukdal mætti með glænýtt lag en það er plata væntanleg frá Gittunni í haust.
Helgi Seljan fer í gegnum dularfulla Almannavarnakassann sem staðsettur er í Stúdíó 1.
Kalli Örvars mætir og leyfir okkur að heyra tóndæmi af óútkomnum eftirhermulagadisk.
Við auglýsum eftir Helga Björnssyni og gallajakkanum.
Andri er á flandri þannig að Gunna Dís og Helgi Seljan náðu í skottið á honum í síma.
Tveir úr sveitinni Orion mættu og tóku Metallica syrpu í beinni útsendingu.
Gunna Dís tapar sér útaf fótboltaæði þjóðarinnar.
Grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla hlaut nýlega Ravenheart awards á verðlaunahátíð í London.
Við segjum frá niðurstöðum úr könnunni um frægasta Vopnfirðinginn og hringjum í Karl Örvarsson sem reynir að herma eftir Pálma Gunnars, frægasta Vopnfirðingi fyrr og síðar.
Loksins náum við í Pálma Gunnarsson frægasta Vopnfirðinginn að mati hlustenda Virkra morgna
Helgi Seljan tekur upphafskynningu þáttarins í Kastljósstíl.
Helgi Björns er staddur í Berlín og ræðir um Hörpu og nýja plötu Reiðmannanna.
Seinni könnun vikunnar snérist um Tandorí brandara Helga Seljan, úrslitin voru sláandi.
Föstudagsuppgjörið var í höndum Þóru Arnórsdóttur og Magga Einars.
Sólstafir tóku þungarokksrispu í Stúdíó 12 og Stebbi Magg sagði okkur frá Eistnaflugi.
Föstudagsplatan var epísk og gestastjórnandi var enginn annar en Doddi litli.
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar (vika 26)
27.júní til 1.júlí.
Steinn Ármann og Guðrún Dís fara yfir forsíður blaðanna og yfir gagnrýni á Virka morgna.
Ellý í Q4U mætti í Mánudagsdrottningarviðtalið.
Ásgeir Eyþórs kom og sagði okkur frá erlendu plötu vikunnar.
We are living in America.
Akureyringur með Indverskum hreim.
Sagan af hræðilega manninum sem gaf konunni sinni alltof mikið að borða og Ástralinn sem lék sér að eldinum.
Rappararnir í 3ju hæðinni mættu og töluðu hver ofan í annan og tóku síðan lagið.
Radísbræður eru alltaf fyndnir.
Könnun vikunnar kynnt til leiks: Hvað á að gera við Bónus grísinn ?
Steinn Ármann hermir eftir Stefáni Jónssyni frá Möðrudal.
Jón Jónsson mætti í spjall og flutti fyrir okkur eitt lag í beinni.
Davíð Berndsen mætti og frumflutti fyrir okkur nýtt lag með sér og Bubba og Morthens.
Steinn lætur gamminn geysa um írisi og Birgittu í Írafár.
Laddi,Svavar Halldórs og Steinn Ármann fara yfir fréttir vikunnar með Gunnu Dís í Föstudagsuppgjörinu.
Föstudagsplatan var Gæðapopp.
Steinn Ármann á erfitt með að kveðja eftir að hafa verið gestastjórnandi.
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar (vika 27)
4.júlí til 8.júlí.
Pizzugjaldþrot Pálma í Fons.
Ásgeir Eyþórs segir okkur frá Paul Simon sem á erlendu plötu vikunnar.
Gamli Bjartmar hlustaði á eðaltóna í æsku.
Gamla Gunna vangaði meðal annars við Love is all around en það gerði Bjartmar líka og Steinn Ármann hringdi óvænt inn með fróðleiksmola.
Drottningar úr „Með okkar augum“ mættu í spjall.
Viktoría Becham er heilinn á bakvið Beckham hjónin, hvað sem Andri segir.
Fórum yfir forsíður blaðanna og óskum þess heitt að Óli Stef finni sjálfan sig.
Unga fólkið í dag hlustar á Justin Bieber.
Edgar Smári mætti og tók lagið Blær í beinni.
Við fengum óvænta heimsókn frá köttum úr Kattholti.
Bjartmar lánar fólki dómgreind í flugvallarmálinu.
Brjóstmyndir af borgarstjórum eru rugl.
Jakob Frímann miðborgarstjóri datt inn í örstutt spjall um miðborgina.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur og rokkari mætti í Föstudagsuppgjörið sem allur pakkinn.
Hljómsveitin Ink kom og tók eitt lag og gerðu það vel.
Föstudagsplatan var með sænskum Sven Ingvars.
↧
↧
Virkir morgnar
Úrval vikunar
11.Júlí til 15.júlí 2011.
Umsjón. Andri Freyr Viðarsson og Hera Björk Þórhallsdóttir.
Andri datt í djúpar pælingar um hvað krakkar væru að gera í dag. Er enginn í teyjutwist eða að föndra gogg?
Andri fór niðrá Granda þar sem hann heimsótti Kimi Records og spjallaði um vínyl plötur.
Ágúst Bogason mætti til að ræða um plötu vikunnar en umræðan fór fljótlega að snúast um af hverju Gústi ætlar að hætta í útvarpi.
Tónlistamaðurinn Jón Þór kom ásamt aðstoðarmanni og spilaði lagið sitt Tímavél sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á RÁS 2.
Gulli Helga í símaspjalli og talaði um það sem hann þekkir best; lagfæringar á húsum.
Heiðar Örn Kristjánsson oft kenndur við Botnleðju og Pollapönk mætti og ræddi um The Beatles, Creedence Clearwater og Sigga Ármann. Heiðar komst ekki hjá því að spila lag á gítarinn sinn og syngja.
Jón Jósep lenti á milli tannanna á fólki þessa vikuna og Andri opnaði fyrir símann og talaði við fólk um hvort ekki væri að gera úlfalda úr mýflugu. Skoðanir hlustenda voru skiptar.
Hera Björk gestastjórnandi vikunnar mætti loksins á svæðið.
Hera Björk mætti með 74 ára gamlan Þjóðvilja og að sjálfsögðu var farið yfir aðalfréttirnar á forsíðu blaðsins.
Andri og Hera ræða tónlist tíunda áratugarins og um þá daga þegar að Hera var kaffiþambandi ljóðskáld.
Þá var komið að almennu tuði varðandi ferðamenn sem alltaf eru að villast á hálendinu okkar.
Franz, Kristó og Jenni mættu á svæðið til þess að spila og tala um Alice in Chains.
Hljómsveitin Morðingjarnir kom og hljóðmsveitarmeðlimir léku á alls oddi rétt eins og venjulega.
Hinn afar indæli Jónas Sigurðsson mætti ásamt gítarleikaranum Ómari. Þeir spiluðu lag og leyfðu Andra og Heru að vera með.
Sönkonan Þórunn Antonía mætti í Föstudagsuppgjörið.
Hera Björk fékk að velja Föstudagsplötuna og því fylgdi frábært atriði.
Hljómsveitin Brain police tók 3 lög í Stúdíó 12 á sinn einstaka hátt.
↧
Virkir morgnar
Virkir morgnar. 18.Júlí til 22.júlí 2011.
Umsjón, Andri Freyr Viðarsson og Edda Björgvinsdóttir.
Edda Björgvins stimplar sig rækilega inn sem gestastjórnandi, hér má heyra hennar upphafskynningu.
Tryggvi Guðmundsson fótboltahetja var Mánudagsdrottningin þessa vikuna.
Edda Björgvins reyndi að heilsa Andra upp eins og þau kölluðu þetta, hún var ekki lengi að byrja á því að troða allskyns dóti í trantinn á andra.
Blokkflautu snillingurinn Gísli Helgason mætti í stúdíóið, spilaði og kynnti nýtt lag.
Edda Heldur áfram að heilsa Andra upp og nú var komið að hollu súkkulaði.
Hljómsveitin Bíóbandið kom sér fyrir í stúdíóinu en hana skipa Eddi Lár, Tommi Tomm, Maggi Einars og Andrea Gylfadóttir.
Edda hendir fram vandræðarlegri reynslusögu sem tengir reyklykt, messu og fjölskyldu hennar.
Julia Staples ljósmyndari fékk sér kaffi með Andra og Eddu og sagði þeim allt um svokallaðann Foot and farm tour sem hún er að skipuleggja. Þetta þótti Eddu ekkert lítið spennandi.
Eva og Erla komu til að segja fólki frá Druslugöngunni. Þeim fannst ekkert sniðugt að einhverjir þarna úti kölluðu eldri huggulegar konur purusteikur.
Edda segir lauslega frá því að hún lék á móti sjálfum J.R. Ewing í sjónvarpssal RÚV á sínum tíma.
Pétur Ben og Eberg komu á svæðið vopnaðir gíturum og spiluðu lag Stuck on you.
Andri og Edda fara á flug þegar þau segja sögur af páfagaukum sem þau hafa kynnst í gegnum ævina.
Svavar Pétur og Hugleikur Dagson ræða Innipúkann og taka lagið í leiðinni.
Andri og Edda blása rykið af 30 ára gömlu útvarpsgríni sem heitir Á tali þar sem Edda Björgvins fer einmitt með aðal hlutverkið.
Dóri DNA og Solla Græna mættu í föstudagsuppgjörið og létu stór orð falla.
↧
Virkir morgnar
25.Júlí til 29.júlí 2011.
Vala Matt stimplar sig inn sem gestastjórnandi.
Andri og Vala fara á flug við að tala um niðurnídd hús á Laugarveginum.
Veðurfræðingurinn Ásdís Auðunsdóttir kom í Mánudagsdrottningarviðtal.
Stikklað á stóru í ferli Völu Matt.
Þórir Guðmundsson frá Rauða Krossinum mætir og talar um misvillandi fréttaflutning frá Sómalíu.
Snorri Helgason kom í heimsókn með gítarinn sinn.
Jóhann Bæring á línunni frá Vestfjörðum til að tala um Mýrarboltamótið. Evrópumeistaramótið sko.
Andri greyið svaf yfir sig og Freyr Eyjólfs hljóp glaður í skarðið. Vala og Freyr töluðu mikið um Rod Stewart.
Hringt var í Rósu Valtengoyer á Stöðvafirði og hún sagði okkur allt um uppbyggingu bæjarins.
Andri skellti sér í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og reyndi að fá ráð við táfýlu.
Þórir Guðmundsson kom aftur til að tala um ástandið í Sómalíu enda mikil þörf á því.
Föstudagsuppgjörið var á sínum stað og farið var yfir fréttir vikunnar ásamt Bergþóri Páls og Alberti Eiríks.
Laylow kom í heimsókn með gítarinn og tók lag.
Eyjólfur Kristjánsson og Valdimar koma í heimsókn til að tala um Innipúkann og sitt samstarf þar.
↧
Virkir morgnar
02.Ágúst til 5.Ágúst 2011.
Andri hringdi í Gunnu Dís sem var stödd á þjóðveginum á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.
Gunna Dís mætti loksins til vinnu eftir langt og strangt sumarfrí við mikinn fögnuð allra.
Andri og Gunna rifjuðu upp skemmtilegar stundir með gestastjórnendum sínum. Þar fór Bubbi t.d. á kostum.
Hljómsveitin Saktmóðigur kom í heimsókn og spilaði órafmagnað í fyrsta skipti í sögu sveitarinar.
Upprifjun með gestastjórnendum hélt áfram og Gunna Dís dró skemmtilega stund upp úr pokanum þar sem allt fór í rugl í föstudagsuppgjörinu, engin furða kannski þar sem Laddi, Svavar Halldórsson og Steinn Ármann sátu við borðið.
Hljómsveitin Moses Hightower mætti í stúdíó 1 og tók eitt lag.
Andri og Gunna fóru mjög lauslega í saumana á uppáhalds Steinda Jr. lögunum sínum.
Það var kominn tími til að leysa eitt stykki sakamál. Andri hefur oftar en einu sinni haldið að hann sé röddin sem les happaþrennu auglýsinguna en svo er nú bara alls ekki. Meira ruglið.
Snorri Ásmundsson og Spessi sögðu frá nýjum tímum á Hlemmi.
Föstudagsuppgjör vikunnar var í umsjón raddar skynseminnar Magga Einars eins og venjulega og á móti honum var enginn annar en Stefán Pálsson.
Hljómsveitin Contalgen Funeral mætti í Efstaleitið. Rætt var um tónlistarhátíðina Gæruna og talið í eitt stykki lag.
Hera Björk, vinkona þáttarins, fjallaði um tilvonandi Gay pride.
↧
↧
Virkir morgnar
(Úrval viku 32)
8.ágúst til 12.ágúst.
Andri segir frá undarlegum draumi sem hann dreymdi og Gunna Dís reynir að ráða í herlegheitin.
Splunkuný könnun um Jóhönnu Sigurðar og Auði Harlads dettur inn á fésbókina.
Ólafur Páll kemur úr fríi og segir okkur frá erlendu plötu vikunnar.
Rúnar Freyr Gíslason leikari mætti í Mánudagsdrottningarviðtalið.
Við förum yfir forsíður blaðanna eins og alla aðra morgna.
Könnunin um Jóhönnu Sigurðar og Auði Harlads er ekkert að slá í gegn í netheimum.
Upplífgandi molarnir hans Andra og frægu afmælisbörnin hennar Gunnu Dís gefa lífinu lit.
Það var tekinn dúett í tilefni af því að Gunna Dís og Andri voru sameinuð á ný eftir sumarfrí. Hello með Lionel Richie.
Ekki eru allir hlustendur sáttir við raddbeytingu Guðrúnar Dísar sem stundum er hreint óþolandi og svo er það kona sem borðar ösku.
Andra langar ekkert að standa á höndum en Gunna Dís væri meira en til í það.
Þá er komið að syngjandi hjólreiðamanninum Daniel Hutton.
Glænýr dagskrárliður: Miðvikudags7Tomman, við spilum lag af A og hnusum af B.
Lísa and the ladies of rock, þar sem Lísa Einarsdóttir heiðrar konur í rokkinu.
Spurningakeppni Stéttanna þar sem Jón Jónsson ritstjóri og Atli Fannar fyrrum ritstjóri tókust á.
Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta er hreint ótrúlegur.
Glæný könnun í íslenska landsliðið í fótbolta kynnt til leiks.
Dúettinn Heima og Elín Ey tók lagið ásamt Mirru Rós.
Viskumolar um skordýraætublóm.
Fréttafluttningur frá Uxa.
Svínin Salami og Pepperoni ásamt trantinum á Gunnu Dís.
Föstudagsuppgjörið var með Hannesi trommara og Magnúsi Einarssyni.
Fleiri klippur af Uxa frá árinu 1995 og Föstudagsplatan.
Hljómsveitin Ojbarasta fór á kostum í Stúdíó 12.
↧
Virkir morgnar
(Vika 33, 15.ágúst til 19.ágúst 2011)
Hvunndagshetjan er fólkið sem vinnur óeigingjörn störf bakvið tjöldin í Ríkisútvarpinu, Dóra í afgreiðslunni er ein þeirra.
Dóra Takefusa mætti fersk frá Kaupmannahöfn í Mánudagsdrottningarviðtalið.
Hvunndagshetjan er fólkið sem vinnur óeigingjörn störf bakvið tjöldin í Ríkisútvarpinu, Hjálmar húsvörður er náttúrulega frábær.
Óli Palli kom og sagði okkur frá erlendu plötu vikunnar.
Benni Hemm Hemm mætti ásamt manninum sem gerir skattaskýrsluna hans og tók lagið.
Andri segir tröllasögu af flandrinu þar sem bakmerki og ísbíll kemur við sögu.
Hermigervill kíkti á okkur en hann er alltaf að fást við fagra tóna.
Við höldum áfram að fylgjast með sísyngjandi hjólreiðamanninum Daníel sem er á hringferð um landið.
Við fórum yfir forsíður blaðanna og skólatöskur urðu aðal umræðuefnið og Gunna Dís vill skólabúninga.
Allir töffararnir úr Hárinu komu og tóku lagið.
Dagskrárliðurinn Miðvikudags7Tomman er gersamlega að slá í gegn.
Haddi Gunni leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður kom og sagði okkur fá nýrri bíómynd.
Frumfluttningur Rásar 2 á nýja laginu með Blondies sem þær Ósk Norfjörð og Ásdís Rán skipa.
Magnús Geir Borgarleikhússtjóri kom og sagði okkur frá komandi leikári.
Gylfi, Megas og Rúnar Þór eru að gera frábæra hluti sem GRM.
Spurningakeppni stéttanna er stórkostlegur dagskrárliður en að þessu sinni mætast rappararni Blaz Rocha og Sesar A.
Steve Vai heiðurstónleikaband kom og tók lagið í beinni og fór á kostum.
Ingó Veðurguð datt inn í stúdíóið með glænýtt ástarljóð sem hann leyfði okkur að heyra.
Föstudagsuppgjörið með Tobbu Marínós og Magnúsi Einarssyni.
↧
Virkir morgnar
22.Ágúst til 26.Ágúst 2011.
Andri og Gunna Dís rifja upp gömlu góðu dagana þegar að Spoon var heitasta bandið á klakanum.
Logi Bergmann mætir í Mánudagsdrottningarhásætið.
Jazz sveitin ADHD kom í heimsókn og lék listir sínar.
Andri og Gunna Dís tilkynna hundaþema og Andri segir harmsögu af fyrstu kynnum sínum við hund sem hann er að passa næstu mánuðina.
Danska Jazz sönkonan Eva Louise Rönvig mætti ásamt hljómsveit sinni og tók eitt lag.
Eins og venjulega á þriðjudögum þá er Flóamarkaður, ein ágæt kona hringdi inn einfaldlega til að deila með okkur spennandi hundasögu.
Dagskráliðurinn Miðvikudags7tomman sló í gegn enn eina ferðina, Gunna Dís valdi sjötommu að þessu sinni og að sjálfssögðu tengdist hún Dirty Dancing.
Seattle sveitin Tom Ten komu og spiluðu lag.
Gunna Dís talar um góða veðrið á meðan Andri talar um hundaskít.
10. Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson mættu hressir í Spurningakeppni Stéttanna.
Tónlistarmaðurinn Toggi mætti með hárrétt stilltan gítar, var skemmtilegur og spilaði lag.
Föstudagsuppgjörið var fjörugt rétt eins og venjulega, í þetta skiptið var það stílistinn Arnar Gauti sem sat á móti Magnúsi Einarssyni.
The Dandelion Seeds spiluðu 3 lög í stúdíó 12 þar á meðal eitt Madonnu lag.
Föstudagsplatan var á sínum stað, reyndar voru þær tvær að þessu sinni en báðar ættaðar að austan.
↧
Virkir morgnar
29.Ágúst til 02.sept 2011.
Sjarmatröllið Fjölnir Þorgeirsson mætti í Mánudagsdrottningarviðtalið.
Andri hendir í stórkostlega sultusuppskrift þar sem sultan er útbúin í örbylgjuofni.
Okkar maður Eyþór Rúnarsson kokkur á Nauthóli kemur og talar um alvöru sultu.
Daníel Hutton er sísyngjandi hjólareiðarkappinn kappinn sem hjólar til styrktar góðu málefni.
Gunna Dís og Andri hella sér yfir ríkisstjórnina og niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu á meðan Andri vælir eins og stunginn grís útaf bakinu á sér.
Fréttaritari okkar í Kaupmannahöfn Jón Atli Helgason er með allt á hreinu.
Stórleikarinn og gæðingurinn Björn Hlynur leit í heimsókn og sagði Akureyrarreisu.
Miðvikudags7Tomman var með Nina Simone.
Svavar Knútur kom og spilaði lag í beinni þrátt fyrir að hafa sofið yfir sig.
Ragnhildur Steinunn kom til að segja frá nýjum sjónvarpsþætti sínum Ísfólkinu.
Næst var komið að Spurningakeppni Stéttanna En það voru þeir Ómar Ragnarsson og Ragnar Bjarnason sem kepptu. SÖGULEGT! Mikið hlegið.
Föstudagsuppgjörið hefur sennilega aldrei verið magnaðara, það var sjálfur Gylfi Ægisson sem gerði upp með Magnúsi Einarssyni rétt eins og venjulega.
Jarlarnir tveir, þeir Jóhann Helgason og Magnús Þór komu sér rækilega fyrir ásamt aðstoðarmönnum í Stúdíó 12 og tóku fjögur lög.
↧
↧
Virkir morgnar
05.sept til 09.sept 2011.
Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður með meiru var Mánudagsdrottningin.
Ýmislet getur gengið á þegar við opnum dyr Flóamarkaðarins og hér er dæmi um það.
Arnar Eggert kom edrú og ómögulegur og sagði frá nýrri tónleikaröð sinni.
Gunnar Helgason kom rosa hress að vanda og ræddi um alvöru menn í sýningunni Alvöru menn.
Andri skilur ekkert í að fólk þurfi áfallahjalp vegna verslunarstjóra sem var uppvís af því að stela.
Uppfinningamenn framtíðarinnar Júlía 11 ára og Stebbi 13 ára ásamt Önnur Þóru sem gaf ekki upp aldur. Brother Grass komu og tóku lagið og KK sat stjarfur og starði á.
Sindri Kjartansson og Þorsteinn Bachmann tóku þátt í Spurningakeppni Stéttanna, báðir alveg ótrúlega klárir og háir í loftinu.
Jón Jónsson kom í kaffispjall, spilaði á gítarinn og söng með sinni fallegu rödd.
Ugla Egilsdóttir kom og þóttist vera fyndin. Flestum fannst hún mjög fyndin.
Erpur Eyvindsson og Maggi Einars tróðu Föstudagsuppgjörinu í sig á engum tíma.
Ljúfir tónar 1860 í Stúdíó 12 slógu botninn í góða vinnuviku.
↧
Virkir morgnar
12.sept til 16.sept 2011.
Óli Palli og Ásgeir Eyþórs koma og segja frá nýjum áherslum í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Ellen Kristjánsdóttir fór á kostum í Mánudagsdrottningarviðtalinu þar sem margt nýtt kom fram í dagsljósið.
Fiðrildavika Un Women er sett í dag og af því tilefni komu Inga Dóra og Unnur Ösp leikkona í heimsókn.
Uppáhald allra Jóhanna Guðrún mætti í hljóðver ásamt kærastanum sínum Davíð og tóku þau lagið Songbird.
Smári Tarfur leikur lagið og spjallar
Dóri Gylfa og Katla komu í einlægt spjall vegna Galdrakarlsins í Oz.
Jón Kr. Ólafsson er okkar maður á Bíldudal og að sjálfssögðu kíkir hann við þegar hann kemur í borgina.
Fréttaritari okkar á Spáni, nánar tiltekið í Barcelona er engin önnur en Birgitta Haukdal sem var líka að senda frá sér glænýtt lag.
Steinþór Birgisson er maðurinn á bakvið meistarastykkið Jón og Séra Jón sem er heimildamynd af bestu gerð.
Sigga Kling og Margrét Erla Maack komu sem fulltrúar veislustjóra í Spurningakeppni Stéttanna.
Heimildamyndagerðarmennirnir Frosti Jón Runólfsson og Bjarni Gríms segja frá mynd sem þeir eru með í vinnslu um Grafík.
Gunnar Helgason kann að dansa og því leiggur beint við að fá hann til þess að segja okkur frá Dans Dans Dans, nýjum þætti á RUV.
Sigurlaug M. Jónasdóttir og Magnús Einarsson mættu í Föstudagsuppgjörið sem var sérstaklega skemmtilegt.
Hljómsveitin Vax var ekki í Stúdíó 12 heldur í hljóðstofu RUV á Egilsstöðum og stóðu strákarnir sig með prýði.
Föstudagsplatan: Veruleiki með Sigga.
↧
Virkir Morgnar
19.sept til 23.sept 2011.
Jón Ólafs hinn síkáti og góði mætti í Mánudagsdrottningarviðtalið.
02. Ben Stiller var víst á landinu en því trúðu Andri og Gunna Dís ekki og spurðu því þjóðina hvort einhver hefði séð kauða.
Það er aldrei leiðinlegt þegar gestastjórnandi þáttarins og sérstakur vinur Bubbi Morthens kíkir í heimsókn og tekur lagið.
Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður og Grímur Örn Þórðarson komu í spjall vegna kvikmyndarinnar Magnús sem sýnd er í Arnarhreiðrinu í Bíó Paradís.
Edda Björgvins og Laddi komu til að tala um Hjónabandssælu. Laddi komst ekki að því Edda kjaftaði hann í kaf, en hún er yndisleg þessi elska svo það var í góðu lagi.
Borko og Benni Hemm Hemm spila lag og tralla.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson kom og talaði um leikhús á Akureyri, handboltarokk og Iron Maiden.
Halldór Hugurður kom og talaði um Gaddakylfuna glæpasmásagnakeppni.
Í Spurningakeppni Stéttanna voru það íþróttafréttamenn sem tókust á. Hjörvar Hafliðason og Hjörtur Hartarson lentu í hörku rimmu.
Svissneska Blugrass sveitin Blue Grass Gang kom í heimsókn og lék tvö afbragðslög.
Við hringdum í Daníel Hutton hinn sísyngjandi káta hjólreiðamann sem var að klára hringferð sína um landið.
Skálmöld var stödd í Varmahlíð á leið til Akureyar þar sem strákarnir ætla að spila þungarokk fyrir Akureyringa og nærsveitamenn.
Föstudagsuppgjörið: Maggi Einars og Gulli Helga.
Föstudagsplatan: Welcome to the jungle/7Tomman.
↧